Icon Velkomin á Vínstofuna

Vínstofa Friðheima er vín- og vinnustofa staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar í landi Friðheima. Þar er hægt að koma og setjast í gæða vínglas eða létta máltíð, hitta vini, lesa bók eða vinna. Vertu hjartanlega velkominn, ekki er þörf á að bóka fyrirfram.

Í Vínstofunni bjóðum við einnig upp á þrjú fullbúin fundarherbergi sem eru tilvalin fyrir fundi og vinnustofur fyrir vinnustaði og smærri hópa (max 22 manns). Bókanir fara í gegnum [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur í Vínstofunni 🥂

Viðburðir

Vínstofan er hinn fullkomni staður fyrir viðburði að alls kyns toga; tónleika, uppistand, námskeið og áfram mætti lengi telja.Ertu með viðburð í huga? Bókaðu hér: [email protected]

Vínstofa Friðheima er staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar, á landi Friðheima. Best er að leggja bílnum í bílastæði Friðheima.

Á döfinni

27.04.2024

20:00

Jazz tónleikar með Marínu Ósk og Ragnari

Frítt er inn á tónleikana en tilvalið að nýta tækifærið og fá sér létta máltíð og drykki fyrirfram!
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en húsið er opið áður.
Bókanir eru í gegnum [email protected]
***
Marína Ósk og Ragnar Ólafsson hafa bæði starfað lengi og komið víða við á íslenskri tónlistarsenu, en stíga nú út af sínum venjulega heimavelli í tónlist og troða nýja slóð.
Marína Ósk hefur orðið að mikilvægri stærð á íslensku djasssenunni undanfarin ár í nafni undraverðar söngraddar, ekki síður en fallegra lagasmíða, en Ragnar hefur gert garðinn frægan í rokkinu og náð ótrúlegum vinsældum erlendis með hljómsveitinni Árstíðum, sem hann er þekktastur fyrir.
Bæði eru með nýjar breiðskífur í smíðum og nú vill svo til að væntanlegar útgáfur þeirra beggja mætti smella undir hatt söngvaskáldatónlistar; tónlistarstíls sem hvorugt þeirra er þekkt fyrir að semja eða flytja.
Á þessari tónleikaröð munu þau flytja saman tónlist hvors annars. Ragnar og Marína koma með ólík verk á sviðið en sameinast í heimi frásagna og einlægni.
Þau tjá sig á ólíkan hátt í gegnum tónlist og hafa eigin stíl, og því einstök tónleikaupplifun í vændum. Þar sem Ragnar og Marína eru hvort um sig alvön sviðsframkomu verður ekki skortur á skemmtilegum sögum, einlægni, næmum samleik og góðum tengslum við áhorfendur.
Með þeim á ferðalaginu verður gítarleikarinn og pródúsentinn Kjartan Baldursson. Saman myndar þríeykið hljómsveit sem sjá mun um allan tónlistarflutning á ferðalaginu.

29.04.2024

Vínstofan lokuð vegna framkvæmda

30.04.2024

Vínstofan lokuð vegna framkvæmda

09.05.2024

20:00

Prjónakvöld í Vínstofu Friðheima

Fylgist með á Facebook-síðunni okkar Vínstofa Friðheima og Facebook-hópnum Mánaðarleg Prjónakvöld í Vínstofu Friðheima fyrir frekari upplýsingar.

18.05.2024

20:00

Lay Low í Vínstofu Friðheima

LAY LOW Í VÍNSTOFU FRIÐHEIMA
Við kynnum með stolti Lay Low sem ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og gott betur en það og fylla húsið af sinni mögnuðu tónlist þann 18.maí kl. 20:00
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en húsið er opið áður.
Nauðsynlegt er að bóka miða og borð fyrirfram og þá tilvalið að nýta tækifærið og fá sér létta máltíð og drykki fyrir tónleikana.
Vínstofan opnar kl. 13:00 og eldhúsið lokar kl. 20:00
Takmarkað sætapláss í boði svo tryggðu þér miða snemma!
Bókanir eru í gegnum [email protected]
Miðaverð á tónleikana er 5.900 kr
Verið hjartanlega velkomin
Hlökkum til að sjá ykkur 🧡