Icon Velkomin á Vínstofuna

Vínstofa Friðheima er vín- og vinnustofa staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar í landi Friðheima. Þar er hægt að koma og setjast í gæða vínglas eða létta máltíð, hitta vini, lesa bók eða vinna. Vertu hjartanlega velkominn, ekki er þörf á að bóka fyrirfram.

Í Vínstofunni bjóðum við einnig upp á þrjú fullbúin fundarherbergi sem eru tilvalin fyrir fundi og vinnustofur fyrir vinnustaði og smærri hópa (max 22 manns). Bókanir fara í gegnum [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur í Vínstofunni 🥂

Viðburðir

Vínstofan er hinn fullkomni staður fyrir viðburði að alls kyns toga; tónleika, uppistand, námskeið og áfram mætti lengi telja.Ertu með viðburð í huga? Bókaðu hér: [email protected]

Vínstofa Friðheima er staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar, á landi Friðheima. Best er að leggja bílnum í bílastæði Friðheima.

Á döfinni

30.06.2024

17:00

Eins árs afmæli Vínstofunnar

Þann 30.júní verður eitt ár síðan við opnuðum dyrnar að Vínstofu Friðheima og þvílíku ævintýrin sem hafa átt sér stað síðan ✨
Okkur langar að bjóða öllum Vínstofuvinum okkar nær og fjær að fagna þessum áfanga með okkur í opnu húsi á sunnudaginn 30.júní frá kl. 17:00 til 19:00 – og skála í búbblum (áfengum sem óáfengum) og frönskum éclairs undir frábærum jazz-leik Bjössa Sax og félaga 🥂🎷
Hlökkum til að skála fyrir síðastliðnu ári með ykkur og í leiðinni setja tóninn fyrir þau næstu – því við erum rétt að byrja 🚀🕺
Sjáumst á sunnudaginn 💐