Icon Velkomin á Vínstofuna

Vínstofa Friðheima er vín- og vinnustofa staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar í landi Friðheima. Þar er hægt að koma og setjast í gæða vínglas eða létta máltíð, hitta vini, lesa bók eða vinna. Vertu hjartanlega velkominn, ekki er þörf á að bóka fyrirfram.

Í Vínstofunni bjóðum við einnig upp á þrjú fullbúin fundarherbergi sem eru tilvalin fyrir fundi og vinnustofur fyrir vinnustaði og smærri hópa (max 22 manns). Bókanir fara í gegnum [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur í Vínstofunni 🥂

Viðburðir

Vínstofan er hinn fullkomni staður fyrir viðburði að alls kyns toga; tónleika, uppistand, námskeið og áfram mætti lengi telja.Ertu með viðburð í huga? Bókaðu hér: [email protected]

Vínstofa Friðheima er staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar, á landi Friðheima. Best er að leggja bílnum í bílastæði Friðheima.

Á döfinni

07.06.2024

20:00

Tómatar & tangó í Vínstofu Friðheima

Þann 7.júní nk. verður sannkölluð menningarveisla í Vínstofu Friðheima. Þar mun Piazzolla Quintet leika tónlist argentínska snillingsins Astor Piazzolla ✨
—-
Tónlist Piazzolla er hinn svokallaði nýi tangó (nuevo tango) og er
afar áhugaverð samsuða af tangó, djass og klassískri tónlist – sem greinilega má heyra í verkum hans🕺
Meðal verka á tónleikunum má nefna Adios Nonino, sem Piazzolla samdi í minningu föður síns og hinn sívinsæla Libertango sem flestir áhugamenn um tónlist ættu að kannast við. Að auki má nefna Árstíðirnar í Buenos Aires – verk í fjórum köflum sem túlkar árstíðirnar í argentínsku höfuðborginni.
Hljóðfæraleikarar kvintettsins eru margreyndir:
Jón Þorsteinn Reynisson á harmoniku
Joaquin Páll Palomares á fiðlu
Jón Bjarnason á píanó
Ásgeir Ásgeirsson á rafgítar
Alexandra Kjeld á kontrabassa
Þetta er einstakt tilefni til að njóta suðrænna tóna í suðræna loftslaginu í gróðurhúsunum 🥂
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en tilvalið er að bóka borð í mat og drykk fyrir tónleikana.
Miðaverð er 5.900 kr og bókanir fara í gegnum [email protected]
Hlökkum til kvölsins með ykkur 🧡

13.06.2024

20:00

Prjónakvöld Í Vínstofu Friðheima

Við erum alltaf með prjónakvöld annan fimmtudag hvers mánaðar – frítt inn, skemmtileg dagskrá og fordrykkur í boði hússins ✨