Icon Velkomin á Vínstofuna

Vínstofa Friðheima er vín- og vinnustofa staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar í landi Friðheima. Þar er hægt að koma og setjast í gæða vínglas eða létta máltíð, hitta vini, lesa bók eða vinna. Vertu hjartanlega velkominn, ekki er þörf á að bóka fyrirfram.

Í Vínstofunni bjóðum við einnig upp á þrjú fullbúin fundarherbergi sem eru tilvalin fyrir fundi og vinnustofur fyrir vinnustaði og smærri hópa (max 22 manns). Bókanir fara í gegnum [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur í Vínstofunni 🥂

Viðburðir

Vínstofan er hinn fullkomni staður fyrir viðburði að alls kyns toga; tónleika, uppistand, námskeið og áfram mætti lengi telja.Ertu með viðburð í huga? Bókaðu hér: [email protected]

Vínstofa Friðheima er staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar, á landi Friðheima. Best er að leggja bílnum í bílastæði Friðheima.

Á döfinni

08.02.2024

20:00

Prjónakvöld Vínstofu Friðheima

Hróðný sem heldur úti @nini.knits á instagram ætlar að sýna okkur og segja hvað hún hefur verið með á prjónunum undanfarið. Hún prjónar meðal annars dásamleg barnaföt ásamt öðrum gullfallegum flíkum – sjón er sögu ríkari 🙈
Hlökkum til að hittast, prjóna og njóta saman 🧡

09.02.2024

19:00

Jazz kvöld með Tríói Bjössa Sax

Komdu og njóttu með okkur á dásamlegu jazz-kvöldi með tríói Bjössa Sax, föstudaginn 9.febrúar kl. 19:00 🎷
Bjössa Sax þekkja margir en hann hefur gert garðinn frægan sem einn færasti saxófónleikari landsins og ætlar tríóið að spila ljúfa jazz-tóna í Vínstofunni okkar, bæði íslenska og erlenda 🎶
Happy hour á glasavíni og bjór frá kl. 18:00 og tilvalið að koma í mat og drykk og njóta með fallegri tónlist 🥂
Frítt inn!

23.02.2024

20:00

Tónleikar með Valdimar

Valdimar í Vínstofu Friðheima
Þá er komið að febrúar tónleikum Vínstofunnar og þeir eru eitthvað sem enginn vill missa af!
Söngvarinn Valdimar ætlar að flytja fyrir okkur sín dásamlegu lög þann 23. febrúar. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en húsið er opið áður.
Nauðsynlegt er að bóka miða og borð fyrirfram og þá tilvalið að nýta tækifærið og fá sér létta máltíð og drykki fyrir tónleikana.
Vínstofan opnar kl. 13:00 og eldhúsið lokar kl. 20:00
Takmarkað sætapláss í boði svo tryggðu þér miða snemma!
Bókanir eru í gegnum [email protected]
Miðaverð á tónleikana er 5.900 kr
Verið hjartanlega velkomin
Hlökkum til að sjá ykkur 🧡

14.03.2024

20:00

Prjónakvöld í Vínstofu Friðheima

Nánari upplýsingar auglýstar síðar. Fylgist með á Facebook-síðunni okkar Vínstofa Friðheima og Facebook-hópnum Mánaðarleg Prjónakvöld í Vínstofu Friðheima fyrir frekari upplýsingar.

15.03.2024

20:00

Tónleikar með Lay Low

Nánari upplýsingar auglýstar síðar. Fylgist með á facebook síðunni okkar Vínstofa Friðheima fyrir frekari upplýsingar og miðasölu.

21.03.2024

Karlakvöld

Nánari upplýsingar auglýstar síðar. Fylgist með á facebook síðunni okkar Vínstofa Friðheima fyrir frekari upplýsingar.

11.04.2024

20:00

Prjónakvöld

Nánari upplýsingar auglýstar síðar. Fylgist með á Facebook-síðunni okkar Vínstofa Friðheima og Facebook-hópnum Mánaðarleg Prjónakvöld í Vínstofu Friðheima fyrir frekari upplýsingar.

19.04.2024

20:00

Tónleikar með Moses Hightower

Nánari upplýsingar auglýstar síðar. Fylgist með á facebook síðunni okkar Vínstofa Friðheima fyrir frekari upplýsingar og miðasölu.