Icon Velkomin á Vínstofuna

Vínstofa Friðheima er vín- og vinnustofa staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar í landi Friðheima. Þar er hægt að koma og setjast í gæða vínglas eða létta máltíð, hitta vini, lesa bók eða vinna. Vertu hjartanlega velkominn, ekki er þörf á að bóka fyrirfram.

Í Vínstofunni bjóðum við einnig upp á þrjú fullbúin fundarherbergi sem eru tilvalin fyrir fundi og vinnustofur fyrir vinnustaði og smærri hópa (max 22 manns). Bókanir fara í gegnum [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur í Vínstofunni 🥂

Viðburðir

Vínstofan er hinn fullkomni staður fyrir viðburði að alls kyns toga; tónleika, uppistand, námskeið og áfram mætti lengi telja.Ertu með viðburð í huga? Bókaðu hér: [email protected]

Vínstofa Friðheima er staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar, á landi Friðheima. Best er að leggja bílnum í bílastæði Friðheima.

Á döfinni

12.09.24

20:00

September prjónakvöld Vínstofunnar

Vínstofa Friðheima er með mánaðarleg prjónakvöld þar sem ýmsir gestir koma og kynna sín verk og/eða vinnu.
Dagská kvöldsins og frekari upplýsingar má nálgast á Facebook hópnum: Mánaðarleg prjónakvöld í Vínstofu Friðheima
Bókaðu borð á [email protected]
Verið hjartanlega velkomin
Hlökkum til að sjá ykkur 🧡

3.10.24

20:00

ADHD tónleikar í Vínstofu Friðheima

ADHD Í VÍNSTOFU FRIÐHEIMA
ADHD er að gefa út sína 9. hljómplötu, ADHD 9, í október og í tilefni af því leggur hljómsveitin land undir fót og kynnir plötuna fyrir landanum. Það er mikil tilhlökkun að koma og spila í fallega salnum á Vínstofu Friðheima og deila með áhorfendum nýju plötunni okkar ásamt nokkrum gömlum og góðum í bland.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en húsið opnar kl. 13:00 og því um að gera að mæta fyrr í mat og/eða drykk
Nauðsynlegt er að bóka miða og borð fyrirfram
Takmarkað sætapláss svo tryggðu þér miða snemma!
Bókanir eru í gegnum [email protected]
Miðaverð á tónleikana er 7.900 kr.
Verið hjartanlega velkomin
Hlökkum til að sjá ykkur 🧡