Icon Velkomin á Vínstofuna

Við lokum Vínstofu Friðheima nú yfir dimmasta tímann og ætlum að nýta hann í alls konar breytingar, viðhald og hvíld til að opna með krafti þann 31. janúar 2025 ✨
Framundan er spennandi ár með stækkandi matseðli, skemmtilegum viðburðum og áfram frábærri stemningu.
Við opnum aftur föstudaginn 31.janúar kl. 12:00 og verðum með happy hour á milli 20:00 og 22:00 – verið velkomin 🧡
Ps. Veitingastaður Friðheima er að sjálfsögðu opinn áfram eins og venjulega, alla daga frá kl. 11:30 til 16:00 ☺️

Vínstofa Friðheima er vín- og vinnustofa staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar í landi Friðheima. Þar er hægt að koma og setjast í gæða vínglas eða létta máltíð, hitta vini, lesa bók eða vinna. Vertu hjartanlega velkominn, ekki er þörf á að bóka fyrirfram nema fyrir hópa stærri en 6 manns.

Í Vínstofunni bjóðum við einnig upp á þrjú fullbúin fundarherbergi sem eru tilvalin fyrir fundi og vinnustofur fyrir vinnustaði og smærri hópa (max 22 manns). Bókanir fara í gegnum [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur í Vínstofunni 🥂

Viðburðir

Vínstofan er hinn fullkomni staður fyrir viðburði að alls kyns toga; tónleika, uppistand, námskeið og áfram mætti lengi telja.Ertu með viðburð í huga? Bókaðu hér: [email protected]

Vínstofa Friðheima er staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar, á landi Friðheima. Best er að leggja bílnum í bílastæði Friðheima.

Á döfinni

31.01.2025

20:00

Hamingjustund á Vínstofunni

Nú er loksins komið að því – við erum búin að sakna ykkar! 🧡
Vínstofan opnar aftur eftir vetrarfrí þann 31. janúar kl. 12:00. Við ætlum að fagna með notalegri hamingjustund (e. happy hour) á milli kl. 20:00-22:00 – tveir fyrir einn af glasavíni og bjór 🥂
Komdu og fagnaðu með okkur, kíktu í drykk, láttu sjá þig og sjáðu aðra – hlökkum til ✨

13.02.2025

20:00

Febrúar prjónakvöld

Þá fer að koma tími til að hrista rykið af prjónunum, hittast, spjalla og auðvitað prjóna saman 🧶
Fyrsta mánaðarlega prjónakvöld Vínstofu Friðheima þetta árið verður fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20:00 – dagskrá verður auglýst von bráðar ✨
Stefnt er svo á mánaðarleg prjónakvöld í Vínstofunni, alltaf annað fimmtudag hvers mánaðar kl. 20:00. Smelltu því endilega í dagatalið 🥰🗓
Hlökkum til að sjá og heyra hvað hefur verið á prjónunum hjá ykkur síðan seinast – hægt er að bóka borð á [email protected] að venju✨

14.02.2025

20:00

Ostaveisla a la Bjarki Long

14. febrúar er dagur ástarinnar og ekkert betra en að fagna ástinni með mat og drykk. Að því tilefni ætlum við að halda daginn hátíðlega með glæsilegri ostaveislu a la Bjarki Long 💕
Bjarki Long er framreiðslumeistari og ostasérfræðingur og veit því hvað hann syngur hvað varðar osta. Hann mun leiða gesti í gegnum mismunandi osta, þeirra sögu og sérkenni, og para með dýrindis víni (eða öðrum góðum veigum 🥂)
Einungis 18 sæti í boði!
Bókist í gegnum [email protected]
Verð: 7900 kr. fyrir áfenga vínpörun og 5900 óáfeng pörun – vinsamlegast tilgreinið í bókuninni um hvora pörunina er að ræða 🧀
Viðburðurinn er á íslensku

22.02.2025

20:00

Tónleikar með Raddbandafélagi Reykjavíkur

Raddbandafélag Reykjavíkur kemur í Vínstofu Friðheima með sínar ómþýðu raddir þann 22.febrúar kl. 20:00 og flytur skemmtilega og fjölbreytta dagskrá ✨
Raddbandafélagið er hressilegur karlakór með breiðan aldurshóp og sameiginlegan áhuga á fjölbreyttri kóratónlist 🕺
Kórinn hefur komið fram á ýmsum viðburðum bæði hér heima og erlendis í gegnum tíðina og lagt sitt af mörkum til íslensks tónlistarlífs 🎙
Stjórnandi Raddbandafélagsins er Egill Gunnarsson. Egill hefur lengi verið virkur í íslensku tónlistarlífi og samið tónverk sem bæði kórar og tónlistarunnendur kunna vel að meta.
Frítt er inn en nauðsynlegt að tryggja sér borð með því að senda tölvupóst á [email protected]
ATH nauðsynlegt er að láta vita um forföll og breytingar í gegnum tölvupóst til að tryggja að allir komist að sem vilja 🥳