Icon Velkomin á Vínstofuna

Vínstofa Friðheima er vín- og vinnustofa staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar í landi Friðheima. Þar er hægt að koma og setjast í gæða vínglas eða létta máltíð, hitta vini, lesa bók eða vinna. Vertu hjartanlega velkominn, ekki er þörf á að bóka fyrirfram nema fyrir hópa stærri en 6 manns.

Í Vínstofunni bjóðum við einnig upp á þrjú fullbúin fundarherbergi sem eru tilvalin fyrir fundi og vinnustofur fyrir vinnustaði og smærri hópa (max 20 manns). Bókanir fara í gegnum [email protected]

Hlökkum til að sjá ykkur í Vínstofunni 🥂

Viðburðir

Vínstofan er hinn fullkomni staður fyrir viðburði að alls kyns toga; tónleika, uppistand, námskeið og áfram mætti lengi telja.Ertu með viðburð í huga? Bókaðu hér: [email protected]

Vínstofa Friðheima er staðsett í einu elsta gróðurhúsinu okkar, á landi Friðheima. Best er að leggja bílnum í bílastæði Friðheima.

Á döfinni

22.02.2025

20:00

Tónleikar með Raddbandafélagi Reykjavíkur

Raddbandafélag Reykjavíkur kemur í Vínstofu Friðheima með sínar ómþýðu raddir þann 22.febrúar kl. 20:00 og flytur skemmtilega og fjölbreytta dagskrá ✨
Raddbandafélagið er hressilegur karlakór með breiðan aldurshóp og sameiginlegan áhuga á fjölbreyttri kóratónlist 🕺
Kórinn hefur komið fram á ýmsum viðburðum bæði hér heima og erlendis í gegnum tíðina og lagt sitt af mörkum til íslensks tónlistarlífs 🎙
Stjórnandi Raddbandafélagsins er Egill Gunnarsson. Egill hefur lengi verið virkur í íslensku tónlistarlífi og samið tónverk sem bæði kórar og tónlistarunnendur kunna vel að meta.
Frítt er inn en nauðsynlegt að tryggja sér borð með því að senda tölvupóst á [email protected]
ATH nauðsynlegt er að láta vita um forföll og breytingar í gegnum tölvupóst til að tryggja að allir komist að sem vilja 🥳